FYRIR GREIÐA VEGI

FYRIR SLÓÐA, STÍGA OG FJÖLL

INNAN BORGA OG BÆJA

Á MALAR- OG GRÓFUM VEGUM

ZERO-Z8PRO-48V156AH

Zero 8 Pro rafhlaupahjól

  •          

    Drægni: 50 km eftir aðstæðum 
    Mótor: 500W 48V 15.6ah
    Þyngd: 20 kg
    Hámarkshraði: 25 km/klst
    Rafhlaða: 36V 10 AmpH / lithium-ion
    Gírar: 3 gíra
    Bremsur: Bremsuborðar á aftur- og framhjóli
    Dekk: 8" loft framdekk + solid afturdekk
    Mælaborð/skjár: Baklýstur LCD skjár
    Hámarksþyngd: 120 kg

     

  • Zero 8 Pro er nýjasta rafhlaupahjólið frá ZERO í Rafhjólasetri Ellingsen. Zero 8 Pro er búið öflugum 500W rafmótor og 15.6 Ah rafhlöðu sem dregur allt að 50 km. Þá svipar það til stóra bróður Zero 10X hvað varðar fjöðrun, en það er búið góðri gormafjöðrun á báðum hjólum. Zero 8 Pro er með RFID lyklaaðgengi sem er kort sem lagt er að skynjara við ræsihnappinn til að gangsetja það. Zero 8 PRO er endurbætt útgáfa af hinum geysivinsæla ZERO 8. Rafhjólið fjaðrar vel, einnig er hátt undir það og getur tekist vel á við grófari undirlag eins og malarstíga. Stýrið er hægt að aðlaga að hæð hvers og eins, auk þess er hægt að leggja handföngin niður með stýrisstammanum þegar rafhlaupahjólið er lagt saman, til að minna fari fyrir því í geymslu og flutningi. Zero 8 PRO er einungis 20 kg. og er því mjög meðfærilegt þegar það er lagt saman og tekur lítið pláss þannig. Með tilkomu RFID lyklakortsins er ekki kleift að aka rafhjólinu ef það vantar til að setja upp að skynjaranum á baklýsta LCD skjánum. Þá er auka stigbretti yfir afturhjóli með gati í gegn sem hugsað er fyrir hjólalás til að læsa rafhjólið tryggilega við fastan hlut. Stigbrettið, sem er 37 x 18 cm, er strerklegt álbox sem hefur að geyma rafhlöðuna og rafstýringuna Lýsingin er eins og á Zero 8 nema til viðbótar er komin LED strýpa upp eftir stýrisstammanum sem gefur frá sér skemmtilega lýsingu. Frábært rafhlaupahjól sem hentar vel fyrir íslenskt landslag og veðrfar.

Leita í versluninni

Algeng skilyrði