FYRIR GREIÐA VEGI

FYRIR SLÓÐA, STÍGA OG FJÖLL

INNAN BORGA OG BÆJA

Á MALAR- OG GRÓFUM VEGUM

VERKSTÆÐI RAFHJÓLASETURS ELLINGSEN

Rafhjólasetur Ellingsen býr yfir fullbúnu rafhjólaverkstæði í verslun sinni að Fiskislóð 1, Reykjavík.  

Verkstæðið sinnir öllu viðhaldi og viðgerðum á rafhjólum og rafhlaupahjólum sem Rafhjólasetrið hefur umboð fyrir.

Að auki sinnir verkstæðið viðgerðum á öðrum rafhjólum með Shimano og Bosch rafmótorum, auk hefðbundinna viðgerða svosem dekkja- og slönguskipti. 
Rafhjólasetrið kappkostar við að veita fyrsta flokks þjónustu til sinna viðskiptavina 

Já, ávallt þarf að panta tíma fyrir rafhjól á verkstæði. Er það gert hér eða með því hringja í síma 580 8500 eða á netfangið rafhjolasetur@ellingsen.is.  

Að skipta um slöngu í dekki tekur um það bil 20 mínútur á hefðbundnu rafhjóli en á rafhlaupahjóli þar sem rafmótorinn er inni í felgunni getur það tekið allt að 40 mínútum. 

Það tekur um það bil 30 mínútur á hefðbundnu rafhjóli en á rafhlaupahjóli þar sem rafmótorinn er inni í felgunni getur það tekið allt að 50 mínútum. 

Það tekur um það bil 30 mínútur á hefðbundnu rafhjóli en á rafhlaupahjóli þar sem rafmótorinn er inni í felgunni getur það tekið allt að 50 mínútum. 

Það tekur um 15 mínútur að skipta um bremsuborða. 

Það tekur um 15 mínútur að skipta um stjórnborð.  

Við þjónustum önnur hjól með Shimano og Bosch búnaði í almennum viðgerðum. Þá getum við skipt um dekk, slöngur og bremsuborða á öllum hjólum. 

Nei því miður þá lánum við ekki önnur hjól á meðan viðgerð stendur.  

Þú bókar tíma á verkstæði í síma 580 8500 eða í netfangið rafhjolasetur@ellingsen.is.  
Skilyrði fyrir ábyrgðarviðgerðum er framvísun á kaupnótu. 

Já það er hægt en eingöngu gegn kaupnótu eða annari sönnun á eignarhaldi rafhjóls eða rafhlaupahjóls sem batterí, hleðslutæki eða lyklar eru ætlaðir fyrir. 

Já, mikilvægt er að geyma kaupnótuna vel vegna ábyrðarmála, endursölu og ef rafhjólinu er stolið. 

Verkstæði Rafhjólasetursins er staðsett að Fiskislóð 1, Reykjavík. Best er að hafa samband við verkstæðið í síma 580 8500 eða á netfangið rafhjolasetrid@ellingsen.is. Að því búnu er hægt að senda rafhjólið til okkar með Póstinum, Landflutningum eða Flytjanda.  

Já, við getum ekki ábyrgst viðgerðir hjá öðrum verkstæðum og því er mikilvægt að öll rafhjól í ábyrgð komi á verkstæði Rafhjólaseturs Ellingsen. Undantekningar eru dekkja- og slönguskipti.  

Öll rafhjól eru í 2 ára ábyrgð frá kaupdegi. 

Leita í versluninni

Algeng skilyrði