FYRIR GREIÐA VEGI

FYRIR SLÓÐA, STÍGA OG FJÖLL

INNAN BORGA OG BÆJA

Á MALAR- OG GRÓFUM VEGUM

MERIDA RAFHJÓL OG RAF-FJALLAHJÓL

Merida á að baki 49 ára sögu í hjólaframleiðslu og þrátt fyrir að margar nýjungar hafi litið dagsins ljós í smíði á reiðhjólum á þeim tíma, þá státar fyrirtækið enn af því að hvert og eitt einasta hjól er handsmíðað. Ike Tseng, stofnandi Merida, lagði megin áherslu á að efla orðspor og gæði hjóla sem framleidd eru í Taiwan, og þau markmið eru enn í hávegum höfð.

Sköpunarferlið á nýju reiðhjóli hefst hjá afar hæfa rannsóknar- og þróunarteymi sem hefur aðsetur í landi tækninnar, Þýskalandi, hvar nýjar hugmyndir og þróun að útlínum nýs hjóls sprettur upp af teikniborðinu. Þaðan fer það í gegnum óteljandi stig teikninga, líkanagerðar og mælinga áður en fyrstu frumgerðirnar eru soðnar saman í verksmiðjum Merida í Taiwan. Frumgerðirnar fara í gegnum fjölda stiga prófana og lagfæringa smáatriða þar til endanlegu markmiði er náð. Samhliða þessu ferli vinnur grafík- og litateymi Merida sleitulaust að því að færa hjólið í hinn fullkomna litabúning. Rannsóknar- og þróunarteymið er mannað blöndu af litríkum og hæfileikaríkum einstaklingum með bakgrunn úr hjólreiðum og koma þaðan með reynslu, hugmyndir og þekkingu frá öllum hliðum þess.

eSPRESSO CITY

Rafhjólið fyrir bæjarsnattið

eSPRESSO 2021 einkennist af meiri hleðsluendingu og er komin með spennandi aflaukningu, þökk sé nýju innbyggðu 630Wh rafhlöðunni, auk möguleikans á að gera hjólið sportlegra með því að velja það með Shimano EP8 aflgjafanum. Nútímaleg hönnunin á innbyggðri rafhlöðu í stelli og óaðfinnanleg samþætting alls litrófsins í hinum öfluga Shimano STePS rafmótornum skilur eSPRESSO frá öðrum rafhjólum í sama flokki.

Lesa meira um tæknimál eSPRESSO

eONE-SIXTY

Sönn arfleifð - endursköpun

Árið 2020 var nýju eONE-SIXTY rafhjóli hleypt af stokkunum og náði það að feta fullkomlega í fótspor fyrstu kynslóðar eONE-SIXTY sem var mest fjöðrum prýdda, prófaða og verðlaunaða hjólið í sögu Merida. Þetta hjól sem beðið hefur verið eftir, gekk í gegnum mikið af ýmisum þol- og gæðaprófunum og skoraði hátt í þeim öllum, auk þess vann það til nokkurra verðlauna á iðnaðarsviðinu. Á árinu 2021 verða öll raffjallahjólin búin nýjum EP8 rafmótorum frá Shimano, auk þess að vera með innbyggða 630 Wh rafhlöðu frá sama fyrirtæki. Með þessum nýjungum nást betri afkastatölur, allt jafnvægi hjólsins er þróaðra, ásamt því að innfelld rafhlaða inni í neðri stellpípu hjólsins bíður upp á lægri þyngdarpunkt. Til þess að ná fullkomnum stöðugleika, þyngdardreifingu og takast þannig á við krefjandi aðstæður er hjólið búið 29“ dekki að framan og 27,5“ dekki að aftan.

Lesa nánar um tæknimál eONE-SIXTY

eONE-FORTY

Brekkubrun, eingöngu, tilheyrir fortíðinni

Ef þú ert að leita eftir góðum torfæruþjarki til daglegra, nota hvort sem er innabæjar eða utan, þá er Shimano STePS EP8 rafmótorknúna eONE-FORTY fulldempaða fjallahjólið fyrir þig. Nýtíma ferðafjallahjól sem er innblásið af stóra bróður sínum, eONE-SIXTY, en er með lægri neðsta punkt undir stell og brattari sætispípu og höfuðpípu – þannig aðeins styttra stell sem bíður upp á meiri lipurð og frábæra klifureiginleika. Nákvæmlega það sem þú ert að leita að í fulldempuðu raffjallahjóli fyrir fjölbreyttar aðstæður.

Lesa nánar um tæknimál eONE- FORTY

eBIG.NINE

Þrekhjólreiðar eða þeisireið

Hið þekkta eBIG.NINE á 29“ dekkum býðst núna með spennandi EP8 rafmótoruppfærslu frá Shimano ásamt innbyggðri rafhlöðu í stelli sem hefur verið stækkuð í 630 Wh. Þetta er hjól sem felur í sér fullkomið jafnvægi milli daglegs notagildis og þrekhjólreiða. Til að staðsetja eBIG.NINE út frá hjólaflokki, þá er það mitt á milli eSPRESSO hybrid hjólanna og fulldempuðu fjallahjólannna. eBIG.NINE getur haft aurbretti og jafnvel standara (er einnig fáanlegt í fullbúinni útgáfu) og þannig fullkomlega klárt til daglegs brúks.

Lesa nánar um tæknimál eBIG.NINE

eBIG.SEVEN

Þrekhjólreiðar eða þeisireið

Öll þau þægindi, afköst og lipurð sem eBIG.NINE hefur fram að færa, eru einnig til staðar í eBIG.SEVEN hjólunum. Það eina sem skilur á milli þessara hjóla er dekkjastærðin, en eBIG.SEVEN stendur á 27,5“ dekkjum og er talan í nafni hjólsins vísun í stærð dekkjanna. Hjólið er fullkomin blanda torfærurhjóls og borgarhjóls og því tilvalið til að hjóla um borg og bý. eBIG.SEVEN er fáanlegt fullbúið eða hrátt t.d. án bretta og standara. Hægt er að velja um tvennskonar Shimano STePS rafmótor.

eBIG.TOUR

Ferðafjallahjól í sinni bestu mynd

eBIG.TOUR EQ sameinar það besta af sitthvorum vængnum úr Merida línunni. Utanfrá séð er það fjallahjól en er í eðli sínu ferðahjól. Með stelli byggt á eBIG.NINE hjólinu, demparagaffli og breiðari 29“ dekkjum, skilar hjólið þægilegum og þýðari hjólareiðatúr en venjulegt ferðahjól. Á hinn bóginn, þar sem það er fullbúið með brettum, bögglabera og ljósum, hentar það mjög vel fyrir öll þau verkefni og þær kröfur sem venjulega er ætlast til af ferðahjóli eða Hybrid-hjóli. Sterklegu niðurbeygðu topprörin í stellinu auðvelda að geta staðið klofvega yfir hjólinu - og að stíga á og af því.

Lesa nánar um tæknimál eBIG.TOUR

Arfleifð eONE-SIXTY eykst með tilnefningu í off.road.cc hjóli ársins 2020

Hið margverðlaunaða Merida eONE-SIXTY hefurbætt enn einni fjöðrinni í hattinn með því að vera tilnefnt sem besta reiðhjólársins í flokki off.road.cc.

Eftir að hafa gengist undir prófanir hefur eONE-SIXTY 9000 með Shimano EP8 drifbúnaðinum fengið framúrskarandi dóma - eða 4,5af 5 mögulegum, í þeim prófunum og verið tilnefnt til verðlaunanna afoff.road.cc. Þessar niðurstöður gerir hjólið að einu því mest hampaða sem MERIDA hefur nokkru sinni framleitt.

Það fær einnig heiðurinn af því að vera áhæsta stalli fullrafmagnaðra reiðhjól í Hjóli ársins í heildina. Fulltrúar off.road.cc og sagðu: „Merida hefur tekið framúrskarandi hjól og sett í það nýjan EP8 rafmótor ásamt nokkrum öðrum nýjungum og bætt það enn frekar.“

Til að fá frekari upplýsingar um hjólið, svo sem ákveðin lykilatriði, þróun og hönnun ásamt notkunargildum, vinsamlegast smelltu á síðuna hérfyrir carbon eONE-SIXTY hjólin og hérfyrir öll ál eONE-SIXTYhjólin.

Hafðu samband

Okkur hjá Rafhjólasetri Ellingsen er mjög annt um að þú finnir rétta rafhjólið fyrir þig. Þér er alltaf velkomið að senda okkur línu á netfangið rafhjolasetur@ellingsen.is, hringja í síma 580 8500 eða koma við í verslunum okkar, tala við sérfræðinga og prófa rafhjólin.

Leita í versluninni

Algeng skilyrði