FYRIR GREIÐA VEGI

FYRIR SLÓÐA, STÍGA OG FJÖLL

INNAN BORGA OG BÆJA

Á MALAR- OG GRÓFUM VEGUM

MERIDA eSPRESSO

Merida eSpresso 200 og 300 eru hjól sem eru líkust hefðbundnum hjólum en skera sig úr frá þeim þar sem raffhlaðan er vel sýnileg. Hún  er staðsett á skástönginni á stellinu. Hjólin eru á hæfilega breiðum 28” x 1.6” dekkjum sem henta vel á bundið undirlag og einnig á malarvegi. Rafmótorinn er togmikill Shimano E4000 mótor sem er miðjusettur og öxullinn með pedalasveifunum gengur í gegnum. Hjólin henta vel í hólótt landslag þar sem rafmótorinn styður sérlega vel við þegar hjólað er upp í móti. Hjólin eru tiltölulega létt m.v. rafhjól og þ.a.l. nokkuð auðvelt að tilla þeim á hjólafestingar til flutninga án þess að þyngdin fari yfir uppgefna burðargetu þeirra.

RAFHJÓLIÐ FYRIR BÆJARSNATTIÐ 

eSPRESSO 2021 einkennist af meiri hleðsluendingu og er komin með spennandi aflaukningu, þökk sé nýju innbyggðu 630 vattstunda rafhlöðunni, auk möguleikans á að gera hjólið sportlegra með því að velja það með Shimano EP8 aflgjafanum. Nútímaleg hönnunin á innbyggðri rafhlöðu í stelli og óaðfinnanleg samþætting alls litrófsins í hinum öfluga Shimano STePS rafmótornum skilur eSPRESSO frá öðrum rafhjólum í sama flokki.

LÉTT, YFIRSTÍGANLEGT OG LÁGSTEMMT

Hið geysivinsæla og fjölhæfa lágstells eSPRESSO rafhjólið, hefur hlotið nokkrar uppfærslur fyrir þetta ár. Allar gerðirnar (nema 300 SE) eru búnar innbyggðu rafhlöðustelli sem getur tekið annað hvort 745 wh rafhlöðu frá Simplo eða 630 wh rafhlöðu frá Shimano. Yfirstígið er bæði lægra og víðara. Þrátt fyrir lágt yfirstig þá viðheldur stellið framúrskarandi stífleika. Hjólið er fáanlegt með hefðbundnum afturgírskipti eða hub gírskipti. Nútímaleg hönnun eSPRESSO CITY rafhjólsins og hinn magnaði og kraftmikli STePS rafmótor Shimano (ásamt hinum feyki öfluga EP8 rafmótor) aðgreinir CITY frá öðrum borgarhjólum. Lágur þyngdarpunktur í sterku og stífu hjólastellinu gerir eSPRESSO CITY að þýðu og rásföstu rafhjóli við allar aðstæður. Það er mjög auðvelt að stíga á og af eSPRESSO CITY þar sem stellið er mjög lágt.

ÞÉTTBÝLIS ÞJARKURINN

eSPRESSO CC hjólin búa yfir fjölbreyttum kostum ásamt hinum klassísku eiginleikum eSPRESSO hjólanna, en á aðeins veigameiri hátt. Ef ætlunin er að hjóla líka utan þéttbýlis, t.d. á malarvegum og skógarstígum eins og þeim sem fyrirfinnast í Heiðmörk, þá hentar eSPRESSO CC mjög vel fyrir slíkar aðstæður. Belgmiklu og grófmynstruðu 27,5“ dekkin undir eSPRESSO CC skila meiri þægindum, láta vel að stjórn og skila góðu gripi þegar hjólað er á grófara undirlagi en algengast er á götum og hjólastígum þéttbýlis. Nýja eSPRESSO CC hjólastellið með innbyggðri rafhlöðu er enn traustari og stífari með lágt yfirstig sem auðveldar mjög á- og afstig knapans. Nýja rafhlaðan, með orkugetu upp á 745 Wh frá Simplo eða 630 Wh frá Shimano (fer eftir gerð), bjóða upp á lengra drægni með annað hvort nýjasta Shimano STePS rafmótornum eða nýa EP8 rafmótornum sem búa yfir betri frammistöðu og mýkt en forverarnir.

Hafðu samband

Okkur hjá Rafhjólasetri Ellingsen er mjög annt um að þú finnir rétta rafhjólið fyrir þig. Þér er alltaf velkomið að senda okkur línu á netfangið rafhjolasetur@ellingsen.is, hringja í síma 580 8500 eða koma við í verslunum okkar, tala við sérfræðinga og prófa rafhjólin.

Leita í versluninni

Algeng skilyrði